Nokkrir forsætisráðherrar án stórkross

Fálkaorðan sem forseti Ísland veitir, æðsta stig hennar er stórkrossinn.
Fálkaorðan sem forseti Ísland veitir, æðsta stig hennar er stórkrossinn.

Þegar Bjarni Benediktsson lét af embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn hafði hann enn ekki hlotið stórkrossinn, æðsta sig fálkaorðunnar, sem forsætisráðherrar Íslands eru jafnan sæmdir.

Skýringin er sú að hann var stutt í embætti og engir viðburðir á þeim tíma sem knúðu á um orðuveitingu. Stórkrossinn bera orðuhafar einkum í móttökum og veislum þjóðhöfðingja.

Aftur á móti fékk Sigðurður Ingi Jóhannsson stórkrossinn, þótt hann væri einnig stuttan tíma í embætti, en það var vegna þess að hann gegndi embættinu við innsetningarathöfn forseta Íslands í ágúst í fyrra. Dæmi eru um það frá fyrri árum að forsætisráðherrar hafi verið sæmdir stórkrossi eftir að þeir létu af embætti, að því er fram kemur í umfjöllun um orðuveitingu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert