Steingrímur er íhaldsmaður

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir Sigríði Á. Anderssen vera …
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir Sigríði Á. Anderssen vera fílinn í herberginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áfram­hald­andi áhersla á að setja heil­brigðismál­in í for­sæti er góðs viti. Það sé líka góð vís­bend­ing um að Vinstri græn­um sé al­vara með heil­brigðismál­in að flokk­ur­inn hafi tekið að sér þenn­an óvin­sæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld.

Ekki sé síður góðs viti að Svandís Svavars­dótt­ir hafi verið gerð að heil­brigðisráðherra, því „hún er virki­lega fær í að ná sínu fram. Þetta gef­ur mér von,“ sagði Jón Þór.

Sam­ræður sín­ar við for­svars­fólk heil­brigðis­stofn­anna um fjár­laga­frum­varpið í dag bendi hins veg­ar til þess að þar ríki enn óviss hvort að fram­lög nýrr­ar stjórn­ar dugi til að halda í horf­inu, hvað þá að hefja end­ur­reisn.

„Það sem er lyk­il­atriðið núna er að Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hæst­virt  eigi mjög ýt­ar­legt sam­tal og sam­starf við for­svars­fólk heil­brigðisþjón­ust­unn­ar um hvað vant­ar til að hefja end­ur­reisn heil­brigðis­kerf­is­ins, eins og 86.000 lands­menn skrifuðu und­ir í stærstu und­ir­skrif­a­söfn­un Íslands­sög­unn­ar.“

Borgaði kær­una með hækk­un kjararáðs

Kjara­mál séu ekki síður mik­il­væg­ur mála­flokk­ur og  hækk­un á laun­um ráðamanna langt um­fram al­menna launaþróun á kjör­dag fyr­ir ári hafi skapað mikið ósættið á vinnu­markaði og sett í upp­nám yfir 70% kjara­samn­inga.

„Pírat­ar kölluðu eft­ir leiðrétt­ingu, lögðu fram frum­varp um leiðrétt­ingu, eins og fyrst Davíð Odds­son og svo Hall­dór Ásgríms­son gerðu á sín­um tíma, en málið var svæft í nefnd.  Svo að lok­um þá samþykkti verka­lýðsfé­lag VR að kæra Kjararáð með mér. Og já, ég borga það úr eig­in vasa.  Launa­hækk­un­in sem ég fékk sem þingmaður fyr­ir ári fer í að kæra þá hækk­un, og fá hana ógilda,“ sagði Jón Þór.  

Kvað hann því næst tölu­verðan vilja þurfa til að ná þeim yf­ir­lýsta vilja for­sæt­is­ráðherra að efla og styrkja Alþingi. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sé hins veg­ar íhaldsmaður og því veki skip­un hans sem for­seta Alþing­is spurn­ing­ar. „En gef­um hon­um sj­ens. Sjá­um hvernig hann tek­ur t.d. í kröf­una um gegn­sæi þingstarf­anna,“ sagði Jón Þór.

Sig­ríður fíll­inn í her­berg­inu

„Að lok­um er fíll­inn á stjórn­ar­heim­il­inu svo nátt­úru­lega Sig­ríður Á. And­ers­sen sem áfram sit­ur sem dóms­málaráðherra hæst­virt með stuðningi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hæst­virts for­sæt­is­ráðherra og þing­manna Vinstri Grænna enn sem komið er.

Sem dóms­málaráðherra braut hún lög við skip­un dóm­ara í Lands­rétt, sam­kvæmt dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur í haust.

Og ef Hæstirétt­ur staðfest­ir dóm­inn þá eru ef­laust fáir sem í al­vöru treysta Sig­ríði fyr­ir því að mis­nota ekki vald sitt sem dóms­málaráðherra.

Ofan á þetta leggst svo leyni­makk ráðherr­ans hæst­virts með upp­lýs­ing­ar vegna upp­reist æru kyn­ferðisaf­brota­manna.

Við mun­um beita eft­ir­lits­hlut­verki okk­ar sem þing­menn til að rann­saka verklag og ákv­arðanir ráðherra í þess­um mál­um.

Við Pírat­ar erum á vakt­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert