Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. mbl.is/Hanna

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, lektor og fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur ákveðið að bjóða sig fram í leiðtoga­kjöri hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um í Reykja­vík.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Vil­hjálm­ur var alþingsimaður fyr­ir Suðvest­ur­kjör­dæmi frá 2013 til 2017.

Vil­hjálm­ur lauk prófi í hag­fræði frá Há­skóla Íslands 1977 og fram­halds­námi í viðskipta­fræði frá Rut­gers Uni­versity í Newark í New Jers­ey 1997.

Jafn­framt þessu lauk Vil­hjálm­ur öllu bók­legu námi til at­vinnuflugs og blind­flugs hjá Flug­mála­stjórn vet­ur­inn 1972 – 1973.

Á sumr­um, með námi, starfaði Vil­hjálm­ur hjá Seðlabanka Íslands.

Vil­hjálm­ur starfaði hjá Útvegs­banka Íslands, var meðal ann­ars úti­bús­stjóri bank­ans í Vest­manna­eyj­um árin 1980 til 1987.

Vil­hjálm­ur starfaði við kennslu frá 1989 til 2013, meðal ann­ars í Iðnskól­an­um í Reykja­vík og Há­skóla Íslands, viðskipta­fræðideild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka