Fjórtán gefa kost á sér

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. mbl.is/Hanna

Fjórtán gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir val á framboðslista í borgarstjórnarkosningunum í vor. Framboðsfrestur rann út í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þau sem bjóða sig fram eru:

Skúli Helgason borgarfulltrúi 3. sæti

Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu 7.-9. sæti

Þorkell Heiðarsson náttúrufræðingur 5.-7. sæti

Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur 3. sæti

Dagur B. Eggertsson læknir og borgarstjóri 1. sæti

Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður 4. sæti

Ellen Calmon fyrrverandi formaður ÖBÍ 5. sæti

Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila 5.7. sæti

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi 2. sæti

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi 3. sæti

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi 2. sæti

Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar 4. sæti

Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi 3.-4. sæti

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri 4.-6. sæti

Kosningarétt hafa allir skráðir félagar í Samfylkingunni í Reykjavík með lögheimili í sveitarfélaginu sem náð hafa 16 ára aldri á valdag. Kjörskrá lokar 1. febrúar kl. 19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert