60% Reykvíkinga hlynntir Borgarlínu

Fátt hefur endanlega verið ákveðið um lagningu Borgarlínu, en margir …
Fátt hefur endanlega verið ákveðið um lagningu Borgarlínu, en margir hafa á henni sterkar skoðanir. Kort/SSH

Rúm­lega helm­ing­ur þátt­tak­enda í nýrri skoðana­könn­un Maskínu  lýstu sig frem­ur eða mjög hlynnta Borg­ar­lín­unni, eða 52,5%. 24,8% lýstu sig frem­ur eða mjög and­víga Borg­ar­lín­unni og 22,7% voru í meðallagi hlynnt eða and­víg Borg­ar­línu, sem er sam­starfs­verk­efni allra sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu um betri al­menn­ings­sam­göng­ur á helstu sam­gönguás­um svæðis­ins.

Skoðana­könn­un­in leiðir í ljós að Borg­ar­lín­an virðist vera orðin hápóli­tískt álita­efni. Þegar hlut­fall þeirra sem lýsa sig hlynnta eða and­víga fram­kvæmd­inni er sund­urliðað eft­ir því hvaða stjórn­mála­flokk fólk myndi kjósa í dag, koma skýr­ir flokka­drætt­ir í ljós.

Þeir sem segj­ast myndu kjósa Flokk fólks­ins, Miðflokk­inn og Sjálf­stæðis­flokk­inn eru nei­kvæðast­ir í garð Borg­ar­línu, en á bil­inu 46,1-49,9% þeirra segj­ast and­víg­ir Borg­ar­línu.

Meiri­hluti þeirra sem segj­ast ætla að kjósa aðra flokka eru já­kvæðir gagn­vart Borg­ar­línu. Yfir 80% þeirra sem myndu kjósa Sam­fylk­ing­una og Pírata segj­ast hlynnt­ir Borg­ar­lín­unni.

Kon­ur mun já­kvæðari en karl­ar

Tæp 34% karla lýsa sig and­víga, en ein­ung­is 15,3% kvenna. Þá virðist ungt fólk mun hlynnt­ara Borg­ar­lín­unni en þeir sem eldri eru, en yfir 60% þátt­tak­enda á aldr­in­um 18-39 ára lýstu sig hlynnta Borg­ar­lín­unni. Borg­ar­lín­an nýt­ur minnst stuðnings á meðal fólks á aldr­in­um 50-59 ára, en 41,5% þátt­tak­enda á þeim aldri lýstu sig hlynnta.

Reyk­vík­ing­ar eru hlynnt­ari Borg­ar­lín­unni en íbú­ar í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um borg­ar­inn­ar. 59,9% Reyk­vík­inga segj­ast hlynnt Borg­ar­línu en 49,3% íbúa ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna eru henni hlynnt­ir. Aust­ur­land er eini lands­hlut­inn þar sem fleiri segj­ast and­víg­ir Borg­ar­lín­unni en hlynnt­ir henni.

56,8% þeirra sem segj­ast hafa tekj­ur und­ir 400.000 krón­um á mánuði eru hlynnt­ir Borg­ar­línu, en 19,4% and­víg­ir. Minnst­ur er stuðning­ur við Borg­ar­línu í hópi þeirra sem hafa mánaðar­tekj­ur á bil­inu 400-549 þúsund kr., en ein­ung­is 45,5% þeirra lýsa sig hlynnta Borg­ar­lín­unni í skoðana­könn­un Maskínu.

Mest­ur er stuðning­ur­inn hins­veg­ar í hópi þeirra sem hafa tekj­ur á bil­inu millj­ón til 1.199 þúsund kr. á mánuði, eða 60,1%. Flest­ir lýsa sig and­víga Borg­ar­línu í hópi þeirra sem hafa yfir 1.200 þúsund í tekj­ur á mánuði, eða 27,9%.

Þeir sem hafa há­skóla­próf eru lík­legri til að lýsa sig hlynnta Borg­ar­línu en þeir sem minni mennt­un hafa, en 61% þeirra með há­skóla­próf sem tóku þátt í könn­un Maskínu sögðust hlynnt­ir. Ein­ung­is 43% þeirra sem lokið hafa grunn­skóla­prófi lýstu sig hlynnta og 46% þeirra sem hafa próf úr fram­hald­skóla eða iðnmennt­un.

Niður­stöður skoðana­könn­un­ar­inn­ar í heild sinni má nálg­ast hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka