Kosning hafin í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/RAX

Leiðtoga­próf­kjör Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík fer fram í dag, en kosn­ing hófst klukk­an 10. Í próf­kjör­inu verður val­inn leiðtogi Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor. Kjörstaðir eru opn­ir til klukk­an 18.

Fimm fram­bjóðend­ur hafa gefið kost á sér, eða þau Áslaug María Friðriks­dótt­ir, Eyþór L. Arn­alds, Kjart­an Magnús­son, Viðar Guðjohnsen og Vil­hjálm­ur Bjarna­son. 

Leiðtoga­próf­kjörið er opið öll­um flokks­bundn­um sjálf­stæðismönn­um, 15 ára og eldri. Þeir stuðnings­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem ganga í flokk­inn á kjör­dag, skulu þó hafa náð 18 ára aldri hinn 26. maí næst­kom­andi, þegar borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram.

Kosið verður á fjór­um stöðum í borg­inni, í Val­höll og fé­lags­heim­il­um sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Árbæ, Breiðholti og Grafar­vogi.

Ekki verður kosið í Hót­el Sögu, en kjör­deild­ir Vest­ur- og Miðbæj­ar eru í Val­höll.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka