Stefnan tekin á sveitarstjórnir

Miðflokkurinn stefnir á framboð til sveitarstjórna um allt land.
Miðflokkurinn stefnir á framboð til sveitarstjórna um allt land. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Línur varðandi framboð okkar til sveitarstjórna ættu að vera orðnar ljósar innan skamms tíma,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins.

Um helgina var stofnaður tíu manna hópur sem undirbýr þátttöku flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Í hópnum verður stjórn flokksins auk efstu manna á framboðslistum til síðustu alþingiskosninga, það er þeirra sem ekki náðu inn á þing þá. Auk þess verða í hópnum sérstakir ráðgjafar sem kallaðir verða til, að því er fram kemur í umfjöllun um framboðsmál Miðflokksins í Morgunblaðinu í dag .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert