Meirihlutinn í borginni heldur

Borgarstjórnarkosningar fara fram 26. maí.
Borgarstjórnarkosningar fara fram 26. maí. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur myndi halda velli og fengi 13 af 23 borg­ar­full­trú­um ef kosið yrði nú sam­kvæmt könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Viðskipta­blaðið og birt er í morg­un. Fengju flokk­arn­ir sem nú mynda meiri­hlut­ann sam­an­lagt 54,7% at­kvæða.

Fylgi meiri­hlut­ans minnk­ar þó nokkuð, aðallega vegna hruns í fylgi Bjartr­ar framtíðar. Einnig dal­ar fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar miðað við síðustu kosn­ing­ar og mæl­ist nú 25,7%. Pírat­ar og VG halda meiri­hlut­an­um á floti, eins og það er orðað í frétt Viðskipta­blaðsins, og fengju 13,3% at­kvæða hvor.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ir nokkuð við sig og fengi 29,1% at­kvæða. Leiðtoga­kjör flokks­ins fór fram 27. janú­ar. Könn­un Gallup var gerð dag­ana 4.-31. janú­ar.

Flokk­ur fólks­ins mæl­ist með 4,8%, Viðreisn með 6,4% og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 2,9%. 

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram 26. maí og þá verður borg­ar­full­trú­um fjölgað úr 15 í 23.

Könn­un­in var gerð dag­ana 4.-31. janú­ar. Um net­könn­un var að ræða. Úrtakið var 2.021 Reyk­vík­ing­ur, 18 ára og eldri. Fjöldi svar­enda var 1.081 og þátt­töku­hlut­fallið 53,5%.

Hér má lesa ít­ar­lega frétt Viðskipta­blaðsins um niður­stöðu könn­un­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka