Heiða fær annað sæti og Skúli það þriðja

Frambjóðendurnir fimm sem fengu bindandi kosningu í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir …
Frambjóðendurnir fimm sem fengu bindandi kosningu í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. mbl.is/​Hari

Dag­ur B. Eggerts­son, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, Skúli Helga­son, Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir og Hjálm­ar Sveins­son hlutu bind­andi kosn­ingu í fimm efstu sæti á fram­boðslista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Kosn­ingu fyr­ir flokksval Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar lauk um sjöleytið í kvöld og voru úr­slit til­kynnt á tí­unda tím­an­um í kvöld.

1.852 fé­lags­menn neyttu at­kvæðis­rétt­ar síns og var kjör­sókn 33,55%. Er það að sögn Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar Inga­dótt­ur, for­manns kjör­nefnd­ar betri kjör­sókn en fyr­ir síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

„Þetta er hlut­falls­lega betri kosn­ing en síðast og fleiri sem kusu og meiri stuðning­ur við for­ystu­mann­inn okk­ar en síðast, þó hann hafi líka hlotið góðan stuðning þá,“ seg­ir Sig­ríður Ingi­björg.  Auð og ógild at­kvæði voru 7.

At­kvæði í fimm efstu sæti féllu þannig:

  1. sæti - Dag­ur B. Eggerts­son með 1610 at­kvæði i fyrsta sæti, eða 87%
  2. sæti – Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir með 1126 at­kvæði í fyrsta og annað sæti
  3. sæti – Skúli Helga­son með 708 at­kvæði í fyrsta til þriðja sæti
  4. sæti - Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir með 732 at­kvæði í fyrsta til fjórða sæti
  5. sæti – Hjálm­ar Sveins­son með 779 at­kvæði í fyrsta til fimmta sæti

14 voru í fram­boði og sam­kvæmt regl­um um flokksvalið áttu kjós­end­ur að greiða 8 til 10 fram­bjóðend­um at­kvæði. Niðurstaðan er bind­andi fyr­ir efstu fimm sæt­in. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert