„Einn hafði ekki eins gaman að þessu“

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

„Kjör­dæm­a­vika þing­manna stend­ur yfir þar sem þeir hitta meðal ann­ars for­svars­menn op­in­berra stofn­ana. Ég hef, sem odd­viti sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, verið að gera það sama. Þannig að ut­an­rík­is­ráðherra bauð mér að koma með á fund í Höfða í gær með borg­ar­stjóra sem ég þáði. Starfs­fólkið tók mjög vel á móti mér og það var gam­an að hitta þarna margt fólk sem ég þekki. En það var hins veg­ar einn maður sem hafði ekki eins gam­an að þessu.“

Þetta seg­ir Eyþór Arn­alds, odd­viti sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is, en hann hugðist sækja fund í Höfða í gær í boði Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra sem sat fund­inn þar sem þing­menn Reyk­vík­inga ræddu við Dag B. Eggerts­son, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur. Eyþór seg­ir Dag hafa beðið hann að yf­ir­gefa húsið og fara eitt­hvað annað með þeim rök­um að að öðrum kosti yrði að bjóða odd­vit­um fleiri stjórn­mála­fram­boða í borg­inni.

„Ég varð auðvitað fús­lega við þessu. Þetta er hins veg­ar ný upp­lif­un fyr­ir bæði þing­menn­ina, sem eru van­ir því að sveit­ar­stjórn­ar­menn standi sam­an við að gæta hags­muna sveit­ar­fé­lags­ins síns, og síðan er þetta ekki sú reynsla sem ég hef fengið hjá öðrum emb­ætt­is­mönn­um sem ég hef hitt. Borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur er auðvitað emb­ætt­ismaður borg­ar­inn­ar og hlut­verk hans er auðvitað fyrst og fremst að ná sem breiðastri sam­stöðu um hags­muni henn­ar. Þannig að þetta var óneit­an­lega eft­ir­minni­legt.“

Ekki hef­ur náðst í Dag B. Eggerts­son, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur.

Frétta­blaðið greindi fyrst frá mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka