Sætaskipan var ekki niðurnjörvuð

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Það sem mér þykir hins vegar einkennilegast í frásögn Dags og fréttaflutningi sem byggður er á henni er hvernig sæti forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, á fundinum er allt í einu orðið eitthvað umræðuefni eða jafnvel aðalatriði í þessu sambandi.

Þetta segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann gerir lýsingu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, á fundi í Höfða á mánudaginn, þar sem þingmenn Reykjavíkur funduðu með borgarfulltrúm. Fundurinn var boðaður í tengslum við kjördæmaviku þingmanna í samráði við forsætisráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bauð Guðlaugur Eyþóri Arnalds, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík á fundinn, en Dagur bað Eyþór hins vegar að yfirgefa hann.

Birgir sat fundinn og segir Eyþór hafa brugðist við beiðni Dags af eðlislægri kurteisi og vikið af fundinum. Af fréttum sumra fjölmiðla að dæma hafi hins vegar mátt ætla að Eyþór hafi reynt að bola forsætisráðherra úr sæti sínu eða troðist inn á fundinn áður en hún ráðherrann hafi mætt til hans í ljósi ummæla Dags þess efnis að Eyþór hafi gert sig líklegan til þess að setjast í stól sem ætlaður hafi verið Katrínu.

„Væri hægt að fara út í lengri atvikalýsingar og umfjöllun um það ef tilefni væri til. Nægir að nefna að svo stöddu að sætaskipan á fundinum var ekki niðurnjörfuð heldur frekar laus í reipum - enda þessir fundir að jafnaði ekki mjög formlegir - og enginn settist eða reyndi að setjast í sæti einhvers annars.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert