Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí.
Atkvæði greiddu 493, tvö atkvæði voru auð og tvö ógild, að því er fram kemur í tilkynningu.
Niðurstaða forvalsins er etirfarandi:
Fram kemur að valið sé leiðbeinandi og leggur kjörnefnd endanlegan lista með 46 frambjóðendum fyrir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.
Atkvæði skiptust með eftirfarandi hætti á milli frambjóðenda í hvert sæti:
1. sæti
Líf Magneudóttir fékk flest atkvæði, 401, í 1. sæti. Næst var Elín Oddný Sigurðardóttir með 36 atkvæði.
2. sæti
Elín Oddný Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í 1. til 2. sæti, 311 atkvæði, og hlýtur því annað sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 99 atkvæði.
3. sæti
Þorsteinn V. Einarsson hlaut flest atkvæði í 1. til 3. sæti, 164 atkvæði, og hlýtur því þriðja sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 127 atkvæði.
4. sæti
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm hlaut flest atkvæði í 1. til 4. sæti, 210 atkvæði, og hlýtur því fjórða sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 163 atkvæði.
5. sæti
René Biasone hlaut flest atkvæði í 1. til 5. sæti, 218 atkvæði, og hlýtur því fimmta sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 181 atkvæði í 1. til 5. sæti. Þar á eftir kom Björn Teitsson, Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, Hermann Valsson, Ragnar Karl Jóhansson og Jakob S. Jónsson.