Áætlað er að 1. áfangi borgarlínu muni kosta 43,9 milljarða. Um er að ræða fjórar akstursleiðir sem verða 35 km. Hver km kostar því 1,25 milljarða.
Þetta kemur fram í tillögum samráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Vegagerðar og samgönguráðuneytisins.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH, þessar tillögur í samþykktarferli. Þær fari næst til sveitarfélaganna og ríkisins. Horft sé til þess að tillögurnar falli að samgönguáætlun til 2030 og fyrirhugaðri þéttingu byggðar.