Geir oddviti Miðflokksins í Kópavogi

Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins í Kópavogi.
Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend

Geir Þorsteinsson leiðir framboð Miðflokksins í Kópavogi sem býður nú fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða 26. maí. Markmiðið er að ná fram betri árangri fyrir alla íbúa Kópavogsbæjar, að því er segir í tilkynningu.

Geir hefur áratuga reynslu á sviði stjórnunar, fjármála, reksturs og félagsmála. Hann hefur m.a. starfað að fjölbreyttum verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar frá 1981 og í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) frá 1992, sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997-2007 og formaður KSÍ 2007-2017. Hann hefur setið í nefndum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu UEFA frá 1998 og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA frá 2007 og sinnir nú sérstökum verkefnum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu.

Geir segir að eitt stærsta verkefnið á kjörtímabilinu verði að lækka álögur á bæjarbúa og bæta þjónustu bæjarins við íbúana. M.a. vill flokkurinn lækka útsvarið úr 14,48% í 14% á kjörtímabilinu.

Miðflokkurinn mun kynna ítarlega stefnu sína og framboðslista á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka