Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er fallinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is.
Sjálfstæðisflokkurinn væri með rúmlega 28 prósenta fylgi. Samfylkingin væri næststærsti flokkurinn með tæp 27 prósent. Píratar og Vinstri græn fengju tæplega 11 prósent hvor flokkur. Viðreisn fengi tæplega 8 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru með ríflega 4 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn með 4 prósent.
Samkvæmt þessu fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sjö menn hvor flokkur. Píratar, VG og Viðreisn fengju tvo menn hver. Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver.