Meirihlutinn fallinn

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hari

Meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur er fall­inn sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins og vef­miðils­ins fretta­bla­did.is.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri með rúm­lega 28 pró­senta fylgi. Sam­fylk­ing­in væri næst­stærsti flokk­ur­inn með tæp 27 pró­sent. Pírat­ar og Vinstri græn fengju tæp­lega 11 pró­sent hvor flokk­ur. Viðreisn fengi tæp­lega 8 pró­sent. Miðflokk­ur­inn og Flokk­ur fólks­ins eru með ríf­lega 4 pró­senta fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 4 pró­sent.

Sam­kvæmt þessu fengju Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in sjö menn hvor flokk­ur. Pírat­ar, VG og Viðreisn fengju tvo menn hver. Flokk­ur fólks­ins, Miðflokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengju einn mann hver. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert