Sigurður Óli leiðir Framsókn í Grindavík

Sigurður Óli Þórleifsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Guðmundur Grétar Karlsson og …
Sigurður Óli Þórleifsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Guðmundur Grétar Karlsson og Þórunn Erlingsdóttir skipa fjögur efstu sæti framboðslista Framsóknarfélags Grindavíkur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Óli Þórleifsson er nýr oddviti Framsóknarfélags Grindavíkur. Framboðslisti fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á félagsfundi Framsóknarfélags Grindavíkur í gær.

Sigurður Óli er 42 ára og starfar hjá Ísfelli sem sölustjóri Mustad-beitingarvéla. Hann er kvæntur Önnu Dröfn Clausen og eiga þau 4 syni. Sigurður Óli hefur verið knattspyrnudómari í yfir 20 ár, þar af 10 ár sem alþjóðlegur knattspyrnudómari og er í dag í dómaranefnd KSÍ.

Kennarar skipa þrjú af fjórum efstu sætum listans. Í öðru sæti er Ásrún Helga Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi frá 2014. Í þriðja sæti er Guðmundur Grétar Karlsson framhaldsskólakennari og í fjórða sæti er Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur og grunnskólakennari. 

Í tilkynningu frá félaginu segir að málefnavinna Framsóknar muni halda áfram næstu vikur og muni bæjarbúum gefast kostur á að hafa áhrif á stefnu flokksins fyrir komandi kosningar. „Ljóst er af samsetningu listans að mikil áhersla verður á fjölskyldumál, svo sem fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmál.“

Hér má sjá framboðslista Framsóknar í Grindavík í heild sinni: 

  1. Sigurður Óli Þórleifsson sölustjóri
  2. Ásrún Helga Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
  3. Guðmundur Grétar Karlsson framhaldsskólakennari
  4. Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur og kennari
  5. Anton Kristinn Guðmundsson matreiðslumeistari
  6. Justyna Gronek gæðastjóri      
  7. Hallur Gunnarsson, formaður Minja- og sögufélags Grindavíkur
  8. Valgerður Jennýjardóttir leiðbeinandi
  9. Páll Jóhann Pálsson, útgerðarmaður og bæjarfulltrúi
  10. Sigurveig Margrét Önundardóttir grunnskólakennari
  11. Björgvin Björgvinsson húsasmíðameistari
  12. Theodóra Káradóttir flugfreyja
  13. Friðrik Björnsson rafvirkjameistari                       
  14. Kristinn Haukur Þórhallsson, eldri borgari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka