Sigurður Óli Þórleifsson er nýr oddviti Framsóknarfélags Grindavíkur. Framboðslisti fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á félagsfundi Framsóknarfélags Grindavíkur í gær.
Sigurður Óli er 42 ára og starfar hjá Ísfelli sem sölustjóri Mustad-beitingarvéla. Hann er kvæntur Önnu Dröfn Clausen og eiga þau 4 syni. Sigurður Óli hefur verið knattspyrnudómari í yfir 20 ár, þar af 10 ár sem alþjóðlegur knattspyrnudómari og er í dag í dómaranefnd KSÍ.
Kennarar skipa þrjú af fjórum efstu sætum listans. Í öðru sæti er Ásrún Helga Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi frá 2014. Í þriðja sæti er Guðmundur Grétar Karlsson framhaldsskólakennari og í fjórða sæti er Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur og grunnskólakennari.
Í tilkynningu frá félaginu segir að málefnavinna Framsóknar muni halda áfram næstu vikur og muni bæjarbúum gefast kostur á að hafa áhrif á stefnu flokksins fyrir komandi kosningar. „Ljóst er af samsetningu listans að mikil áhersla verður á fjölskyldumál, svo sem fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmál.“
Hér má sjá framboðslista Framsóknar í Grindavík í heild sinni: