Fasteignaskattar eldri borgara aflagðir

Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir ræddu við flokksmenn að fundi …
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir ræddu við flokksmenn að fundi loknum. mbl.is/Eggert

Fast­eigna­skatt­ar eldri borg­ara, 70 ára og eldri, verða lagðir niður kom­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn til valda í borg­inni eft­ir kosn­ing­ar. Þetta kom fram á kynn­ing­ar­fundi flokks­ins í Iðnó í morg­un. Eyþór Arn­alds, odd­viti flokks­ins, sagði gjöld á eldri borg­ara hafa hækkað upp úr öllu valdi síðustu ár og breyt­inga væri þörf.

Fast­eigna­gjöld í Reykja­vík voru lækkuð um tí­und, úr 0,20% af fast­eigna­mati niður í 0,18% á þessu ári. Þá var af­slátt­ur, sem borg­in veit­ir tekju­lág­um ör­yrkj­um og elli­líf­eyr­isþegum, auk­inn. Í dag fá eldri borg­ar­ar niður­felld fast­eigna­gjöld séu tekj­ur þeirra und­ir 325.000 krón­um á mánuði, 80% af­slátt séu tekj­ur und­ir 373.000 krón­um, og helm­ingsafslátt séu tekj­ur und­ir 434.000 krón­um.

Ef af breyt­ing­unni yrði, væru eldri borg­ar­ar und­an­skild­ir fast­eigna­skatti óháð tekj­um.

Betri strætó, minni taf­ir

Á fund­in­um kynnti Eyþór sex til­lög­ur til úr­bóta á sex vanda­mál­um, sem brýn­ast væri að leysa. Bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur, tíðari ferðir strætó og betri skýli, snjall­stýrð um­ferðarljós og úr­bæt­ur í vega­mál­um skulu stytta ferðatíma til og frá vinnu um 20%.

Tryggt verði að öll börn fái leik­skóla­pláss við 18 mánaða ald­ur með auknu sjálf­stæði leik­skól­anna, fjölg­un dag­for­eldra og hækk­un lægstu launa á leik­skól­um, sem dragi úr mann­eklu.

Eyþór gerði svifryks­meng­un í borg­inni einnig að um­tals­efni. Þrífa þurfi borg­ina oft­ar og tryggja að svifryks­meng­un fari ekki yfir heilsu­vernd­ar­mörk. Það verði gert með því að sópa og spúla borg­ina oft­ar, en Eyþór sagði mörg hverfi borg­ar­inn­ar ein­ung­is þrif­in tvisvar sinn­um á ári. Með þess­um aðgerðum og fleir­um gæti Reykja­vík orðið með hrein­ustu borg­um Evr­ópu.

Hann lofaði sparnaði í stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar, án þess að fara nán­ar út í þá sálma. Þá verði af­greiðslu­tími inn­an borg­ar­inn­ar á sama tíma stytt­ur um helm­ing.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert