Jón Ingi Hákonarsson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu og MBA, leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí.
Vaka Ágústsdóttir, ráðningar- og þjálfunarstjóri LS Retail, er í öðru sæti og Þröstur Emilsson framkvæmdastjóri í því þriðja.
Fram kemur í tilkynningu að Viðreisn sé frjálslynt stjórnmálaafl sem leggi áherslu á jafnrétti og jöfn tækifæri allra, frelsi til orðs og athafna sem hefti ekki frelsi annarra.
Frambjóðendur Viðreisnar.
Ljósmynd/Aðsend
Framboðslisti Viðreisnar:
- Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu, MBA
- Vaka Ágústsdóttir, ráðningar- og þjálfunarstjóri LS Retail
- Þröstur Emilsson framkvæmdastjóri, formaður velferðarnefndar Viðreisnar
- Sunna Magnúsdóttir viðskiptafræðingur
- Árni Stefán Guðjónsson, grunnskólakennari og handboltaþjálfari
- Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta
- Ómar Ásbjörn Óskarsson, varaþingmaður og markaðssérfræðingur
- Þórey S. Þórisdóttir, doktorsnemi í viðskiptafræði, formaður Viðreisnar í Hafnarfirði
- Hrafnkell Karlsson, menntaskólanemi og fráf. formaður Hinsegin félagsins Bur í MH
- Harpa Þrastardóttir, verkfræðinemi og umhverfis- og gæðastjóri
- Daði Lárusson, félags- og viðskiptafræðingur og markmannsþjálfari
- Edda Möller, útgáfustjóri Skálholtsútgáfunnar
- Jón Garðar Snædal Jónsson byggingafræðingur
- Ásta Rut Jónasdóttir stjórnmálafræðingur
- Þorvarður Goði Valdimarsson almannatengill
- Lilja Margrét Olsen lögfræðingur
- Þorsteinn Elí Halldórsson framkvæmdastjóri
- Sóley Eiríksdóttir sagnfræðingur
- Halldór Halldórsson öryrki
- Kristín Pétursdóttir hagfræðingur
- Benedikt Jónasson múrari
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður