Samsvarar heilli stóriðju

Íbúum Suðurnesja fjölgaði um rúm 16% á sjö árum. Þessi …
Íbúum Suðurnesja fjölgaði um rúm 16% á sjö árum. Þessi þróun kallar á aukin verkefni sveitarfélaganna á svæðinu. mbl.is/RAX

Íbúum á Suður­nesj­um fjölgaði um rúm 16% árin 2010-2017, sem er hér um bil tvö­falt meira en á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem fjölg­un­in var næst­mest. Þess­ari nán­ast for­dæma­lausu fólks­fjölg­un fylg­ir meira álag á alla innviði sveit­ar­fé­lag­anna á svæðinu sem íbú­ar segj­ast finna vel fyr­ir.

„Fólks­fjölg­un­in og það sem henni fylg­ir verður án efa stærsta verk­efnið sem mun mæta nýj­um meiri­hlut­um eft­ir kosn­ing­arn­ar í sveit­ar­fé­lög­un­um á Suður­nesj­um,“ seg­ir Berg­lind Krist­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um.

Sam­hliða þessu hef­ur at­vinnu­tæki­fær­um á svæðinu fjölgað, t.d. hef­ur bein­um störf­um á Kefla­vík­ur­flug­velli fjölgað um hátt í 4.500 und­an­far­in fimm ár, í ár er bú­ist við að þeim fjölgi um 1.300 og ekk­ert lát er á þess­ari þróun. „Þessi fjölg­un starfa sam­svar­ar því að heil stóriðja bæt­ist við á hverju ein­asta ári,“ seg­ir Berg­lind í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka