Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax

Dagur B. Eggertsson kynnti stefnumál Samfylkingarinnar í Gamla bíói.
Dagur B. Eggertsson kynnti stefnumál Samfylkingarinnar í Gamla bíói. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efsta mál Samfylkingarinnar í Reykjavík  fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er að fá Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax. Þetta kom fram í ræðu Dags B. Eggertssonar í Gamla bíói rétt í þessu þar sem hann kynnti helstu stefnumál flokksins.

„Við munum tefla fram þeirri hugmynd að Reykjavíkurborg bjóðist til að fjármagna félag sem stofnað verði af borginni, ríkinu og sveitarfélögunum til að flýta framkvæmdum og gera þetta strax jafnvel þó að það fjármunir ríkisins til verkefnisins muni dreifast á lengri tíma. Borgarlínu og Miklubraut í stokk, strax!“

Í öðru lagi sagði Dagur húsnæðismál vera megináskorun stjórnar borgarinnar. Hann sagði Samfylkinguna ætla að setja fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum: í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og á lóð Stýrimannaskólans. „Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins.“

Saga Garðarsdóttir sá um að kynna inn viðmælendur og tónlistarfólk.
Saga Garðarsdóttir sá um að kynna inn viðmælendur og tónlistarfólk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í þriðja lagi leggur Samfylkingin áherslu á að klára leikskólamálin og opna leikskólana niður í 12 til 18 mánaða aldur með áframhaldandi fjölgun leikskólarýma, bættum kjörum og aðstæðum leikskólastarfsfólks og nýjum ungbarnadeildum og viðbyggingum.

Fjórða stóra mál Samfylkingarinnar er að gera Reykjavík að borg fyrir alla. Dagur sagði ekki öll börn fá jöfn tækifæri til frístunda og listnáms. Eitt af stóru verkefnunum sagði hann vera að halda áfram að efla skólahljómsveitir, opna æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, auka tækifæri yngstu barnanna til þess að prófa ólíkar íþróttagreinar og tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags.

„Við ætlum líka að lyfta geðheilsu sem mikilvægu málefni í samfélaginu,“ sagði Dagur, og nefndi sérstaklega málefni ungs fólks og aldraðra. „Við viljum fara í það að tryggja betra aðgengi að sálfræðiaðstoð, við viljum heilsueflingu og virkni og jöfn tækifæri fyrir alla, líka fyrir eldri borgara.“

„Þetta er hluti af því að búa til borg fyrir alla sem líður ekki einangrun, sem líður ekki ójöfnuð og vill jöfn tækifæri fyrir alla, á öllum aldri, líka og ekki síst þegar vel gengur.“

Heiða Björg Hilmisdóttir, sem skipar 2. sæti lista Samfylkingarinnar í …
Heiða Björg Hilmisdóttir, sem skipar 2. sæti lista Samfylkingarinnar í borginni, blés fundargestum eld í brjóst. mbl.is/Kristinn Magnússon
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson og fyrrverandi borgarstjórinn, Jón Gnarr, hlýddu …
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson og fyrrverandi borgarstjórinn, Jón Gnarr, hlýddu á Heiðu Björg af athygli. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þétt var setið í Gamla bíói.
Þétt var setið í Gamla bíói. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert