Framboð Karlalistans til komandi borgarstjórnarkosninga var tilkynnt á Horninu í Hafnarstræti fyrr í dag.
Helstu stefnumál listans voru kynnt. Meðal annars vill hann bætta og aukna barnavernd og að barnavernd Reykjavíkurborgar beiti heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni er tálmað með óréttmætum hætti.
Einnig vill hann að Innheimtustofnun sveitarfélaga taki aukið tillit til félagslegra og heilsufarslegra þátta við innheimtu meðlaga.
Auk þess vill Karlalistinn þrýsta á löggjafann um að færa innheimtur meðlaga til Tryggingastofnunar þar sem meðlögin eru greidd út, eins og tíðkast í flestum samanburðarlöndum.
Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur er oddviti Karlalistans en tvær konur eru á lista yfir tíu efstu sætin, þær Dagbjört Edda Bárðardóttir og María Ás Birgisdóttir. Þriðja konan, Guðbjörg Marta Guðjónsdóttir, er í 22. sæti á listanum.
Tíu efstu sæti Karlalistans:
Karlalistinn var á meðal þeirra 16 framboða sem skiluðu inn framboðslistum í Reykjavík.
Borgarstjórnarkosningarnar verða haldnar 24. maí.