Kemur dömubindum fyrir í Ráðhúsinu

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Kvenna­hreyf­ing­in ætl­ar að hefja tákn­ræna dreif­ingu á dömu­bind­um í Reykja­vík á morg­un.

Fyrstu bind­un­um verður komið fyr­ir á sal­ern­um Ráðhúss Reykja­vík­ur, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Þar kem­ur fram að hreyf­ing­in, sem er í fram­boði til borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga, telji löngu tíma­bært að aðlaga al­menn­ings­rými að fjöl­breytt­um þörf­um fólks­ins í borg­inni.

„Þar sem um helm­ing­ur fólks er á blæðing­um stór­an hluta æv­inn­ar er sjálfsagt og eðli­legt að aðstaða og aðbúnaður taki mið af því. Kvenna­hreyf­ing­in legg­ur til að dömu­bindi og túr­tapp­ar verði jafn sjálf­sögð hrein­lætis­vara á al­menn­ings­sal­ern­um og kló­sett­papp­ír og handþurrk­ur og hyggst vekja at­hygli á þessu áherslu­máli sínu með þess­um hætti næstu vik­una,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert