Vill breytt stjórnkerfi og aðalskipulag

Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds er þeir voru gestir …
Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds er þeir voru gestir Þingvalla á K100 í síðasta mánuði. Skjáskot/K100.is

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, ætl­ar að gera breyt­ing­ar á stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar og aðal­skipu­lagi henn­ar á sín­um fyrstu hundrað dög­um í embætti nái hann kjöri sem borg­ar­stjóri.

Þetta kom fram í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni þar sem hann og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri voru í viðtali.

Einnig sagðist hann ætla í viðræður við ríkið um gatna­mál, þar á meðal Sunda­braut­ina. Hann sagði einnig að borg­in hefði runnið út á tíma í mörg­um mál­um.

Dag­ur svaraði þannig að kyrrstaða hafi verið fyrstu árin eft­ir hrun en núna sé staðan þannig að aldrei fleiri íbúðir hafi farið í upp­bygg­ingu. Hann sagðist stolt­ur af þróun borg­ar­inn­ar og taldi að kosn­ing­arn­ar muni snú­ast um framtíðar­sýn borg­ar­inn­ar.

Hann sagði mik­il­vægt að þróa borg­ina inn á við og í græna átt og nefndi að borg­in yrði að vera fjöl­breytt og áhuga­verð í auk­inni alþjóðlegri sam­keppni.

Bætti hann við að stór­ar lausn­ir á borð við borg­ar­línu muni koma að góðum not­um.

Eyþór gagn­rýndi borg­ar­stjórn­ina fyr­ir að hafa ekki samið við grunn­skóla­kenn­ara og að hafa ekki lokið mennta­stefnu. Einnig sagði hann borg­ina hafa lofað hlut­um í sam­göngu­mál­um sem ríkið eigi að borga en hafi ekki efni á.

Dag­ur sagði að þær lausn­ir sem Eyþór hefði sett fram í sam­göngu­mál­um muni auka taf­ir í um­ferðinni og auka kostnað heim­il­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert