Lögheimili bæjarfulltrúa úrskurðað ólöglegt

Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili bæjarfulltrúa í Hafnarfirði ólöglegt.
Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili bæjarfulltrúa í Hafnarfirði ólöglegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein­ar Birk­ir Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði, sat ekki fund bæj­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarðar í dag þar sem Þjóðskrá hef­ur úr­sk­urðað lög­heim­ili hans í Hafnar­f­irði ólög­legt.

Ein­ar Birk­ir flutti í Kópa­vog á miðju kjör­tíma­bili. Hann sendi frá sér til­kynn­ingu í dag þar sem hann þakkaði bæj­ar­full­trú­um fyr­ir sam­starfið og óskaði þeim velfarnaðar. 

Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Ein­ar Birk­ir Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði. Ljós­mynd/​Aðsend

Ein­ar Birk­ir var bæj­ar­full­trúi Bjartr­ar framtíðar í Hafnar­f­irði þar til í byrj­un apríl þegar hann, ásamt Guðlaugu Kristjáns­dótt­ur, sagði sig úr flokkn­um vegna sam­starfs­örðug­leika og trúnaðarbrests inn­an flokks­ins. Ein­ar Birk­ir hef­ur setið sem óháður bæj­ar­full­trúi síðan.  

Hann skip­ar fjór­tánda sæti á Bæj­arlist­an­um í Hafnar­f­irði fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Á vef Fjarðarfrétta er greint frá því að Ein­ar Birk­ir sé ekki leng­ur gjald­geng­ur á lista flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um sem fara fram á laug­ar­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert