Ekki víst að meirihlutinn haldi velli

Frambjóðendur flokkanna í Reykjavík kynna sig í Ármúlaskóla.
Frambjóðendur flokkanna í Reykjavík kynna sig í Ármúlaskóla. mbl.is/​Hari

Minni háttar tilfærslur á atkvæðum milli flokka geta ráðið því hvort meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur heldur velli eða fellur í kosningunum á morgun. Þetta segir Hafsteinn Birgir Einarsson, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hafsteinn að vegna fjölgunar borgarfulltrúa þurfi að öllum líkindum innan við 4% atkvæða til að ná kjöri, en þar sem framboð séu mörg sé líklegt að þessi tala verði enn lægri, eða í kringum 3,6%.

„Því eru nokkrar líkur á því að úrslit kosninganna ráðist af því hvaða frambjóðendur ná að hafa 3,6% á bak við sig,“ segir Hafsteinn. Hann tekur dæmi úr nýjustu könnunum Félagsvísindastofnunar og Gallup. „Félagsvísindastofnun mældi Samfylkinguna með 31,8% fylgi og 8 borgarfulltrúa, en Gallup mældi flokkinn með 31,2% og 9 fulltrúa. Með öðrum orðum olli 0,6% fylgisaukning milli kannana því að flokkurinn missti fulltrúa. Skýringin á því er að Framsóknarflokkurinn var með 3,3% í könnun Gallup en er með 3,6% hjá Félagsvísindastofnun og nær því manni inn í þeirri könnun á kostnað Samfylkingarinnar.“ Hafsteinn segir að af þessu megi sjá að minni háttar tilfærslur á fylgi innan hægri og vinstri „blokkanna“ geti ráðið miklu um hversu marga borgarfulltrúa framboðin fái og hvort meirihlutinn haldi eða falli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert