Meirihlutinn fallinn í Reykjavík

Oddvitar í Reykjavík í RÚV.
Oddvitar í Reykjavík í RÚV. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartr­ar framtíðar er fall­inn sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Reykja­vík sem voru að birt­ast rétt í þessu. Fá þeir sam­tals 40,8% at­kvæða og 10 borg­ar­full­trúa af 23. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn sam­kvæmt þess­um fyrstu töl­um með 29,7% at­kvæða og átta borg­ar­full­trúa.

Meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartr­ar framtíðar er fall­inn sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Reykja­vík sem voru að birt­ast rétt í þessu. Fá þeir sam­tals 40,8% at­kvæða og 10 borg­ar­full­trúa af 23. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn sam­kvæmt þess­um fyrstu töl­um með 29,7% at­kvæða og átta borg­ar­full­trúa.

Sam­kvæmt fyrstu töl­um er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með átta borg­ar­full­trúa og Sam­fylk­ing­in með sjö full­trúa. Viðreisn og Vinstri græn eru með tvo full­trúa hvort fram­boð og Pírat­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands, Miðflokk­ur­inn og Flokk­ur fólks­ins hvert fram­boð með einn full­trúa.

Síðasti maður inn sam­kvæmt þess­um töl­um kem­ur frá Sam­fylk­ingu, en næst­ur inn er ann­ar full­trúi Pírata.

Á kjör­skrá eru 90.135, en búið er að telja 9.235 at­kvæði, eða 12,3%.

Fyrstu tölur úr Reykjavík.
Fyrstu töl­ur úr Reykja­vík. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert