Meirihlutinn fallinn í Reykjavík

Oddvitar í Reykjavík í RÚV.
Oddvitar í Reykjavík í RÚV. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík sem voru að birtast rétt í þessu. Fá þeir samtals 40,8% atkvæða og 10 borgarfulltrúa af 23. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn samkvæmt þessum fyrstu tölum með 29,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa.

Meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík sem voru að birtast rétt í þessu. Fá þeir samtals 40,8% atkvæða og 10 borgarfulltrúa af 23. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn samkvæmt þessum fyrstu tölum með 29,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa.

Samkvæmt fyrstu tölum er Sjálfstæðisflokkurinn með átta borgarfulltrúa og Samfylkingin með sjö fulltrúa. Viðreisn og Vinstri græn eru með tvo fulltrúa hvort framboð og Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hvert framboð með einn fulltrúa.

Síðasti maður inn samkvæmt þessum tölum kemur frá Samfylkingu, en næstur inn er annar fulltrúi Pírata.

Á kjörskrá eru 90.135, en búið er að telja 9.235 atkvæði, eða 12,3%.

Fyrstu tölur úr Reykjavík.
Fyrstu tölur úr Reykjavík. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert