„Skýrt ákall um breytingar“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Eyþór Arnalds, oddviti flokksins í …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Eyþór Arnalds, oddviti flokksins í Reykjavík, ræða málin á kosningavöku flokksins í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, seg­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn vera með lang sterk­ustu stöðuna þegar litið er á heild­arniður­stöðu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í gær.  

„Það eru auðvitað dæmi um að við miss­um meiri­hluta og við erum ekki ánægð að sjá þá þróun sem varð í Vest­manna­eyj­um, til dæm­is,“ sagði Bjarni meðal ann­ars í viðtali á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. Meiri­hluti flokks­ins í Vest­manna­eyj­um féll og fær flokk­ur­inn þrjá bæj­ar­full­trúa af sjö en hafði áður fimm full­trúa. Flokk­ur­inn hlaut 73,2% at­kvæða 2014 en að þessu sinni 45,4%. Fyr­ir Heima­ey, klofn­ings­fram­boð úr Sjálf­stæðis­flokkn­um, fær þrjá bæj­ar­full­trúa eða jafn­marga og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. 

Bjarni seg­ir að niður­stöðurn­ar í Reykja­vík séu mjög merki­leg­ar fyr­ir marg­ar sak­ir.  „Við fór­um yfir 30 pró­sent­in og hljót­um að vera ánægð með þá stöðu. Það er meiri dreif­ing á fylg­inu held­ur en við höf­um lengi séð. Þetta er í mín­um skýrt ákall um breyt­ing­ar þar.“

Spyr hvar Viðreisn ætli að finna sig í til­ver­unni? 

Hann seg­ir stöðuna í borg­inni aft­ur á móti vera mjög flókna. „Það er ekk­ert nýtt að við vinn­um ekki með Pír­öt­um, þeir hafa skil­greint sig þannig í verki að þeir sækja alltaf til vinstri og það kem­ur ekk­ert á óvart í því. Það er meiri spurn­ing með Viðreisn, hvar þeir ætli að finna sig í til­ver­unni.“

Bjarni von­ar að skyn­semi verði höfð að leiðarljósi í stjórn­ar­mynd­un í borg­inni. „Mér finnst það skyn­sam­legt sem ég heyrði í morg­un að nótt­in væri ekki besti tím­inn til að klára þetta mál. Von­andi anda menn ofan í kviðinn og spyrja sig hvort verið sé að kalla eft­ir breyt­ing­um. Þetta er flókið verk­efni fyr­ir leiðtog­ana sem voru að berj­ast um fylgi í borg­inni og ábyrgðin hvíl­ir á þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert