Útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn

Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Sanna Magdalena Mörtudóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er stór­sig­ur hjá okk­ur sósí­al­ist­um vegna þess við erum glæ­nýr flokk­ur með lítið sem ekk­ert fjár­magn á bak við sig. Það er glæsi­legt að sjá al­menn­ing standa sam­an, rísa upp gegn órétt­læt­inu og ná þess­um ár­angri,“ seg­ir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Reykja­vík. 

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn fékk 6,4% at­kvæða í Reykja­vík, sem var ávís­un á eitt sæti í borg­ar­stjórn. Greint var frá því í dag að Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir væri yngsti full­trú­inn sem kjör­inn hef­ur verið í borg­ar­stjórn en hún sló met Davíðs Odds­son­ar frá 1974. Hún seg­ist mjög ánægð með það að hafa slegið metið. 

„Það er já­kvætt að sjá ungt fólk í stjórn­mál­um, sér­stak­lega í ljósi þess að ég er kona og af blönduðum upp­runa vegna þess að það þarf að auka sýni­leika kvenna og dökkra ein­stak­linga í svona stöðu á Íslandi.“

Aðspurð seg­ir Sanna að sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn, stærsta flokk­inn í borg­inni, sé úti­lokað. 

„Við töluðum um í kosn­inga­bar­átt­unni að þeir sem ganga er­inda auðvalds­ins væru and­stæðinga al­menn­ings og að við gæt­um ekki fundið sam­eig­in­lega fleti.“

Hún seg­ir að í viðræðum um mynd­un meiri­hluta í borg­ar­stjórn leggi flokk­ur­inn áherslu á þrjú mál. Valdið til fólks­ins, hús­næði fyr­ir alla og mann­sæm­andi kjör fyr­ir alla. „Það eru vanda­mál­in sem gras­rót­in hef­ur sagt að þurfi að leysa þannig að við setj­um gríðarlega áherslu á að því verði fram­fylgt al­menni­lega.“

Hún seg­ir að flokk­ur­inn hafi skýr mark­mið og að þeim verði náð í sam­vinnu við al­menn­ing en ekki með vald­boði að ofan sem al­menn­ing­ur á að sætta sig við. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka