Allir að tala við alla

Kátur. Eyþór Arnalds var ánægður með árangur sjálfstæðismanna í Reykjavík …
Kátur. Eyþór Arnalds var ánægður með árangur sjálfstæðismanna í Reykjavík á kosningavöku flokksins. Hann vill leiða myndun meirihluta. mbl.is/Árni Sæberg

Odd­vit­ar stjórn­mála­flokk­anna í Reykja­vík kanna nú hug hver ann­ars til mynd­un­ar borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta í Reykja­vík. Odd­vit­arn­ir hafa átt í mikl­um sam­skipt­um frá kosn­ing­um og lík­legt er að viðræður á form­legri nót­um hefj­ist í dag.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vann kosn­inga­sig­ur og fékk átta borg­ar­full­trúa kjörna. Eyþór Arn­alds odd­viti tel­ur að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eigi að leiða viðræður um mynd­un meiri­hluta. Sam­fylk­ing­in tapaði fylgi og fékk sjö menn kjörna. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir að meiri­hluti sé um til­tek­in áherslu­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Viðreisn er þó með pálm­ann í hönd­un­um og á kost á því að leiða mynd­un borg­ar­stjórn­ar til hægri eða vinstri. „Við lít­um á niður­stöðuna sem sig­ur, við byrjuðum í núlli,“ seg­ir Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar. Hún seg­ir at­hygl­is­vert hve marg­ir flokk­ar fengu kjör. Skila­boð kjós­enda séu skýrt ákall um breyt­ing­ar.

„All­ir eru byrjaðir að hringj­ast á og klukka hver ann­an. Það er samt ekk­ert farið af stað ennþá. Við leggj­um áherslu á að okk­ar mál­efni verði skýr. Við erum að vinna að fjög­urra ára sam­starfi og það þarf að gera það vel,“ seg­ir Þór­dís Lóa í ít­ar­legri um­fjöll­un um kosn­ing­arn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert