„Bað fólk um að vera viðbúið“

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vorum á mjög góðum fundi núna í kvöld,“ segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.

Flokkurinn fundaði í tvo og hálfa klukkustund þar sem farið var yfir stöðu mála og áherslurnar.

„Við vorum að skerpa á okkar áherslum og forgangsraða,“ segir Vigdís, sem hefur þegar fundað með Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins. 

„Ég bað fólk um að vera viðbúið að koma á fundi með litlum fyrirvara ef svo ber undir. En það er allt bara í rólegheitunum núna í kvöld.“

Miðflokkurinn hlaut 6,15 atkvæða og einn borgarfulltrúa í kosningunum á laugardaginn. 

Spurð út í stöðu mála almennt segist hún bera þá von í brjósti að Reykvíkingar fái öflugan og sterkan meirihluta. Hann þurfi að vera „tilbúinn til að vinna fyrir borgarbúa og fólkið en ekki fjármagnið og fjármagnseigendur eins og hefur verið gert undanfarin ár undir stjórn Dags B. Eggertssonar,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert