Segir sjálfstæðismenn eiga það til að svíkja

Dóra Björt Guðjónsdóttir treystir ekki Sjálfæðisflokknum.
Dóra Björt Guðjónsdóttir treystir ekki Sjálfæðisflokknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ekk­ert form­legt í gangi og ekki búið að ákveða neitt svo­leiðis, en fólk heyr­ist óform­lega,“ seg­ir Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í Reykja­vík.

Fólk hafi eitt­hvað heyrst í síma og að svo hafi verið spjallað eft­ir Silfrið á RÚV í gær þar sem odd­vit­ar allra þeirra flokka sem náðu kjöri voru gest­ir.

Hún seg­ir flesta hafa verið að hitta sig bak­land og því séu eng­ar eig­in­leg­ar viðræður komn­ar af stað, en hóp­ur Pírata hitt­ist í gær og fór yfir stöðuna. Flokk­ur­inn fékk 7,7 pró­sent at­kvæða og tvo borg­ar­full­trúa.

„Eins og ég hef nefnt þá höf­um við úti­lokað Sjálf­stæðis­flokk­inn og það er aðallega það sem við get­um talað um núna. Þegar maður er í meiri­hlutastam­starfi þá þarf maður að treysta þeim flokk­um sem maður er í sam­starfi við. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á það til að lofa ýmsu til að kom­ast í sam­starf en svo svíkja það þegar á hólm­inn er komið. Við höf­um áhyggj­ur af því og finnst ekki spenn­andi kost­ur að vinna með svo­leiðis flokki.“

Geta unnið með Sjálf­stæðis­flokki í borg­ar­stjórn

Þrátt fyr­ir skort á trausti seg­ir hún Pírata ekki koma til með að eiga í vand­ræðum með að starfa með Sjálf­stæðis­flokkn­um í borg­ar­stjórn næstu fjög­ur árin. „Það er auðvitað allt annað mál að geta unnið sam­an að góðum mál­um í borg­ar­stjórn. Það að vera í meiri­hluta­sam­starfi krefst trausts og það þarf að liggja fyr­ir.“

Dóra seg­ir Pírata að öðru leyti vera opna fyr­ir ýms­um mögu­leik­um, til að mynda að fá inn ein­hvern af þeim nýju flokk­um sem fengu full­trúa í borg­ar­stjórn. „Það er ekk­ert sem við út­lok­um fyr­ir­fram, en Miðflokk­ur­inn hef­ur kannski talað sterkt gegn ákveðnum mál­efn­um sem við höf­um lagt áherslu á, en þetta myndi alltaf fara eft­ir þeim sátt­mála sem yrði búin til. Ég sé kannski ekki fyr­ir mér að Miðflokk­ur­inn væri til­bú­inn að breyta út frá sinni stefnu. Það myndi vænt­an­lega stranda á ein­hverju svo­leiðis,“ seg­ir Dóra, en Pírat­ar hafa verið í meiri­hluta í borg­ar­stjórn ásamt Sam­fylk­ingu, Vinstri græn­um og Bjartri framtíð síðustu fjög­ur ár. Sá meiri­hluti féll, en Björt framtíð bauð ekki fram í kosn­ing­un­um í ár.

Frá­far­andi meiri­hluti hef­ur nú tíu borg­ar­full­trúa a en þar sem borg­ar­full­trú­um hef­ur verið fjölgað í 23 er minnsti mögu­legi meiri­hluti 12 full­trú­ar. 

„Við erum bara að skoða þetta út frá mál­efn­um og áhuga, en með Sjálf­stæðis­flokk­inn þá sjá­um við bara ný­leg dæmi um að Bjarni Bene­dikts­son er far­inn að tala gegn rík­is­stjórn­arsátt­mál­an­um. Það er dá­lítið erfitt að vinna með svo­leiðis fólki,“ seg­ir Dóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka