Eiga eftir að ræða verkaskiptingu

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir ánægju­legt að sam­komu­lag hafi náðst um meiri­hlutaviðræður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, VG, Pírata og Viðreisn­ar.

Spurður hvort þetta hafi verið erfið fæðing seg­ir hann að full­trú­ar flokk­anna séu að kynn­ast. „Mér finnst hafa skap­ast gott traust í sam­skipt­um síðustu daga og út af fyr­ir sig í gegn­um kosn­inga­bar­átt­una,“ seg­ir Dag­ur.

„Þó að þess­ir flokk­ar séu ólík­ir og fólk komi að mál­um úr ólík­um átt­um finn ég fyr­ir mjög mikl­um metnaði fyr­ir hönd borg­ar­inn­ar og að gera vel fyr­ir Reykja­vík,“ seg­ir hann.

„Það skipt­ir mjög miklu máli þegar fólk er að mynda meiri­hluta til fjög­urra ára, því það geta komið alls kon­ar mál upp og þá þarf fólk að bera gæfu til þess að raða sér niður á niður­stöðu.“

Dagur B. Eggertsson, Vigdís Hauksdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sanna …
Dag­ur B. Eggerts­son, Vig­dís Hauks­dótt­ir, Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir. mbl.is/​Eggert

Eiga eft­ir að ræða verka­skipt­ingu

Hann bæt­ir við að í sín­um huga geti verið styrk­ur að vera með fjöl­breytt­an og góðan hóp, að því gefnu að það ríki gott traust og að heil­indi séu í öll­um sam­skipt­um. „Það held ég að sé styrk­leiki á þess­um hópi. Við erum að mynda nýj­an meiri­hluta á nýj­um grunni og það er mjög spenn­andi.“

Spurður út í orðróm, um að Viðreisn hafi kraf­ist þess að fá borg­ar­stjóra­stól­inn í viðræðum sín­um við aðra flokka und­an­farna daga, seg­ir Dag­ur að Viðreisn hafi borið þær sögu­sagn­ir til baka í dag.

„Við eig­um eft­ir að ræða verka­skipt­ingu og annað en ég á ekki von á öðru en að það geti all­ir blómstrað í þess­um nýja meiri­hluta.“

Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds.
Dag­ur B. Eggerts­son og Eyþór Arn­alds. mbl.is/​Arnþór

Vildi fara með Reykja­vík aft­ur til fortíðar

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði við mbl.is fyrr í kvöld að sam­komu­lagið um meiri­hlutaviðræðurn­ar sé ekki í anda úr­slita kosn­ing­anna og að gamli meiri­hlut­inn í borg­inni ætti að fara í frí. „Eyþór vildi fara með Reykja­vík aft­ur til fortíðar og það reynd­ist ekki vera meiri­hluti fyr­ir þeirri stefnu,“ seg­ir Dag­ur, spurður út í um­mæli Eyþórs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert