Gagnrýnir fréttaflutning RÚV

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum al­veg ró­leg á þess­um fal­lega degi,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, odd­viti Miðflokks­ins í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is. Hún ræddi við Þór­dísi Lóu Þór­halls­dótt­ur, odd­vita Viðreisn­ar, í gær og seg­ir að það hafi farið vel á með þeim.

Hún seg­ir að Miðflokk­ur­inn hafi ekki úti­lokað neinn í mögu­leg­um meiri­hlutaviðræðum og skaut í leiðinni á RÚV. „Ég sá skrítna frétt á RÚV í há­deg­inu þar sem fram kom að Viðreisn hefði úti­lokað Miðflokk­inn. Frétta­menn eiga að flytja frétt­ir ekki búa þær til.“

Fram kom í frétt á vefsíðu RÚV í há­deg­inu að Viðreisn hefði úti­lokað sam­starf með Miðflokkn­um í Reykja­vík en frétt­in hef­ur verið leiðrétt.

Þreifa hvert á öðru

Ég talaði við Eyþór á mánu­dag­inn, Þór­dísi í gær og er búin að heyra í Kol­brúnu. Við erum búin að þreifa á hvert öðru. Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn úti­lokuðu Miðflokk­inn í kosn­inga­bar­átt­unni þannig að ég reikna ekki með því að heyra í Degi eða Líf,“ seg­ir Vig­dís en eins og áður hef­ur komið fram hugn­ast henni vel meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks, Miðflokks, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins.

Hún tel­ur að lík­urn­ar á meiri­hluta til vinstri hafi minnkað í gær­kvöldi þegar Sósí­al­ista­flokk­ur­inn gaf það út að hann myndi ekki taka þátt í meiri­hlutaviðræðum. „Þeir ætla bara að vera valda­laus­ir en ætluðu samt að færa vald til fólks­ins. Það er bara þeirra ákvörðun. Rödd þeirra get­ur heyrst þó þeir séu í minni­hluta og það þarf að bera virðingu fyr­ir því,“ seg­ir Vig­dís.

Tek­ur til á skrif­stof­unni í dag

Aðspurð seg­ist Vig­dís ekki geta metið lík­urn­ar á því að Miðflokk­ur­inn verði í meiri­hluta með áður­nefnd­um flokk­um. „Ég get ekki metið það því þetta er allt á byrj­un­arstigi. Ósk okk­ar í Miðflokkn­um er að koma sam­an góðum meiri­hluta sem vinn­ur fyr­ir Reyk­vík­inga.

Vig­dís full­yrðir að Miðflokks­fólks hafi ekki verið boðað á neina fundi með öðrum flokk­um í dag. „Við ætl­um að hitt­ast nokk­ur í flokkn­um og taka til á kosn­inga­skrif­stof­unni á eft­ir. Ég hef ekki verið boðuð á fund í dag. Klukk­an er líka ekki orðin þrjú,“ seg­ir Vig­dís og hlær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert