Kjörstjórnir hunsa Hagstofu

Gæta þarf að leynd sem ríkja á yfir atkvæðum kjósenda.
Gæta þarf að leynd sem ríkja á yfir atkvæðum kjósenda. mbl.is/Golli

Yfirkjörstjórnir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum eru margar hverjar ósáttar við kröfur frá Hagstofunni um upplýsingagjöf sem þær telja að brjóti jafnvel í bága við lög um persónuvernd.

Að sögn Þorsteins Hjaltasonar, þaulreynds kjörstjórnarmanns sem situr í yfirkjörstjórn á Akureyri, barst kjörstjórnum á síðustu dögum fyrir kosningar beiðni frá Hagstofunni um að merkja við í kjörskrá þá einstaklinga sem ekki nýttu atkvæðisréttinn og senda til Hagstofunnar.

„Miðað við hvernig við framkvæmdum merkingarnar urðum við að velja milli þess að brjóta hugsanlega lög um sveitarstjórnarkosningar og að sinna ekki beiðni Hagstofunnar um ákveðnar upplýsingar eða svara Hagstofunni og verða hugsanlega sökuð um brot á persónuverndarlögum,“ segir Þorsteinn í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert