Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG halda áfram í dag en fulltrúar flokkanna sitja á fundi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fyrsti formlegi fundurinn var haldinn í gær.
Markmið flokkanna er að klára viðræður fyrir 19. júní, en þá kemur ný borgarstjórn saman. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sagði við mbl.is í gær að viðræður gangi mjög vel.
Byrjað verður að fara kerfisbundið yfir málaflokkana í dag en fólk úr öllum flokkum hefur sagt að vanda verði til verka í viðræðunum.