Stendur við útilokun Sjálfstæðisflokks og Miðflokks

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ánægju­legt að við séum að lyfta okk­ur í sam­ræmi við það sem við höf­um fundið. Þetta verður æsispenn­andi og er allt mjög flókið og jafnt,“ seg­ir Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sam­tali við mbl.is um nýja könn­un á fylgi flokk­anna fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar í haust sem unn­in er í sam­starfi mbl.is, Morg­un­blaðsins og MMR. 

Í könn­un­inni mæld­ist Sam­fylk­ing­in með 13,1% at­kvæða og myndi sam­kvæmt því bæta við sig tveim­ur þing­mönn­um yrði gengið til kosn­inga í dag. 

Á miðju kjör­tíma­bili úti­lokaði Logi Ein­ars­son sam­starf með Sjálf­stæðis­flokkn­um og Miðflokkn­um í viðtali við Frétta­blaðið. Fyr­ir ligg­ur að stjórn­ar­mynd­um eft­ir alþing­is­kosn­ing­ar verða flókn­ar, fari þær eins og kann­an­ir gefa nú til kynna. 

Spurður hvort að hann standi við áður út­gefna yf­ir­lýs­ingu seg­ir Logi svo vera. 

„Lífið er ekk­ert ein­falt og það skipt­ir miklu máli gagn­vart þeim verk­efn­um sem framund­an eru að það séu öfl sem deila grunn­hug­mynda­fræði starfi sam­an,“ seg­ir Logi. 

Þannig að þú stend­ur við fyrri yf­ir­lýs­ing­ar?

„Við vilj­um mynda rík­is­stjórn um fé­lags­hyggju í land­inu.“

Sem úti­lok­ar Sjálf­stæðis­flokk og Miðflokk?

„Já, miðað við þeirra kosn­inga­áhersl­ur og grunn­hug­mynda­fræði þá ger­ir það það.“

„Þetta snýst ekki um að úti­loka flokk bara til að úti­loka. Þetta snýst um að hægt verði að mynda rík­is­stjórn um þau verk­efni sem fram und­an eru. Það er líka sér­stakt ef að flokk­ur sem hef­ur stuðning fjórðungs lands­manna geti haft tögl­in og hagld­irn­ar í öll­um ákv­arðana­tök­um og al­gjört neit­un­ar­vald í þeim verk­efn­um sem þarf að ráðast í,“ svara Logi, spurður hvort að eðli­legt sé að úti­loka sam­starf með lang­stærsta stjórn­mála­flokkn­um sem nýt­ur stuðnings yfir fjórðungs kjós­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka