Beint: Ræða Katrínar á landsþingi VG

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er nú hafið og verðu sýnt frá setningarræðu formanns flokksins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, í beinu streymi. Ræðan hefst klukkan 10:15 samkvæmt dagskrá þingsins.

Fundurinn er haldinn rafrænt og verða stefnumál flokksins fyrir Alþingiskosningar 25. september kynntar síðdegis í dag.

Þá verður einnig kosið í embætti forystu flokksins klukkan 12:30 og verða niðurstöðurnar kynntar strax í kjölfarið.

Sjálfkjörið er í embætti formanns og varaformanns og munu því Katrín Jakobsdóttir formaður og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður og umhverfis- og auðlindaráðherra, sitja áfram. 

Tvær eru í fram­boði til embætt­is rit­ara flokksins, þær Sól­ey Björk Stef­áns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri, og Guðrún Ásta Guðmunds­dótt­ir, fyrr­um bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði og búist er við spennandi kosningu. Sitj­andi rit­ar­i, Ingi­björg Þórðardótt­ir, sæk­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri.  

o


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert