Ætla að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Oddvitar allra kjördæma fyrir Pírata í dag við kynningu kosningaáherslna …
Oddvitar allra kjördæma fyrir Pírata í dag við kynningu kosningaáherslna flokksins. mbl.is/Unnur Karen

Pírat­ar leggja áherslu á lofts­lags­mál, ný mæli­tæki við vel­sæld inn­an hag­kerfa og rót­tæk­ar breyt­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar, þann 25. sept­em­ber. 

Pírat­ar kynntu stefnu sína í beinu streymi í dag þar sem odd­vit­ar allra kjör­dæma kynntu nokk­ur áherslu­atriði. Kosn­inga­stefna Pírata ber yf­ir­skrift­ina Lýðræði – ekk­ert kjaftæði. 

Framtíðin hitt eða framtíðin þetta

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, skaut létt­um skot­um á Fram­sókn­ar­flokk­inn þegar hún sagði: „Þetta eru áskor­an­ir sam­tím­ans – ekki framtíðar. Við erum kom­in á þann tíma­punkt í sög­unni að það þýðir ekki fyr­ir stjórn­mála­menn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Lofts­lags­breyt­ing­ar eru farn­ar að hafa mik­il áhrif. Sjálf­virkni­væðing­in er haf­in. Ef ekki á illa að fara þá þurf­um við aðgerðir, núna.“

Slag­orðið Framtíðin ræðst á miðjunni hef­ur verið áber­andi í kosn­inga­bar­áttu Fram­sókn­ar. 

Samþykkt kosn­inga­stefna Pírata skipt­ist í 24 kafla en meg­in­at­riðin voru reifuð á fund­in­um í dag. 

Nýja stjórn­ar­skrá­in er á sín­um stað sem kosn­inga­áhersla flokks­ins. Þá vilja Pírat­ar stefna á kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2035 og auka sam­drátt í los­un hér á landi. Áhersla er lögð á að ábyrgðin verði færð á stjórn­völd og meng­andi stór­fyr­ir­tæki þegar kem­ur að los­un gróður­húsaloft­teg­unda. 

Þá sagði Þór­hild­ur Sunna að Pírat­ar ætli að lýsa yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um og fylgja því eft­ir með rót­tæk­um aðgerðum. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert