„Mér fannst þetta bara mjög gaman, þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í þessu. Ég fékk mikið af góðum athugasemdum,“ segir Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins.
Glúmur kom fram fyrir hönd flokksins í formannaumræðum RÚV í gærkvöldi. Frammistaða hans vakti nokkra athygli og jafnframt skapaðist töluverð umræða á samfélagsmiðlum um hvort að hann væri jafnvel drukkinn í útsendingunni.
„Þetta er tómt kjaftæði, bara galið,“ segir Glúmur í dag, spurður hvort hann hafi verið drukkinn í sjónvarpssal.
„Heldur þú að það hefði ekki einhver tekið eftir því, það voru tugir manns þarna inni, ef maður hefði bara mætt ölvaður, já eða í glasi. Það kæmi ekki til greina og þetta er bara rugl. Tómt kjaftæði.“
Glúmur útskýrir að hann hafi ráfað aðeins um salinn vegna þess að hann er slæmur í mjóhryggnum. Hann segist ekki drekka áfengi.
Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi flokksins, segist ánægður með Glúm.
„Ég var alveg sérstaklega ánægður með þetta. Þetta var frumraun hans fyrir framan alþjóð með þessum gömmum. Það er meira en að segja það standa svona í lappirnar í tvo tíma, hann er bakveikur.“
Eins og áður sagði skapaðist nokkur umræða í gærkvöldi, þar á meðal á Twitter:
Muna að láta fólk blása f útsendingu. #kosningar2021
— Björn Teitsson (@bjornteits) August 31, 2021
er Glúmur fullur?
— Bjarki 🇵🇸 (@BjarkiStBr) August 31, 2021
Er Glúmur fullur?
— Hans Orri (@hanshatign) August 31, 2021
Hver er stuðullinn á að Glúmur sé aðeins í glasi?😅 #x21
— Heiða (@ragnheidur_kr) August 31, 2021
Á skalanum edrú til Keith Richards er Glúmur kominn í mid90s Robert Downey Jr. bara í þessari útsendingu.
— Björn Teitsson (@bjornteits) August 31, 2021
Þessi þáttur er svo langur að Glúmur er að verða edrú.
— Jón Ben (@jonbenediktsson) August 31, 2021
Vatnsdrykkja leiðtogana til þessa í þættinum.
— Rikki G (@RikkiGje) August 31, 2021
Glúmur 4 lítrar
Sigmundur 3 sopar
Þórhildur 2 sopar
Gunnar S 3 sopar
Katrín 3 sopar
Þorgerður 2 sopar
Inga 1 sopi
Bjarni 2 sopar
Sigurður 3 sopar
Logi 2 sopar