Vill afnema hámark á styrki til flokka

„Það var ákveðið ákall um það að menn myndu hætta að safna styrkjum, menn töldu að það væri hættulegt, og þá var þetta sett á ríkissjóð,“ sagði Ingvar P. Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á fjármálaumhverfi stjórnmálaflokka eftir fjármálahrunið árið 2008.

Í dag eru takmörk á hve háa styrki megi greiða stjórnmálaflokkum ár hvert, bæði fyrir einstaklinga og lögaðila, 550.000 að hámarki.

Ásamt Ingvari ræddu Freyja Steingrímsdóttir, aðstoðarmaður Loga Einarssonar, og Kári Gautason fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, við Karítas Ríkharðsdóttur í dagmálum um starfsumhverfi stjórnmálaflokka. 

Allt frá grasrót til þing­manna og ráðherra er tekið fyr­ir ásamt fjár­mál­um flokk­anna, innra skipu­lagi, kosn­inga­bar­átt­um, starf­semi í heims­far­aldri og mýt­una um reyk­fylltu bak­her­berg­in.

Vill safna styrkjum gegn fullu gegnsæi

Ingvar segist frekar sjá fyrir sér kerfi þar sem söfnun styrkja er gefin frjáls gegn algjöru gegnsæi um þá og að byrðunum á skattgreiðendur verði þannig létt samtímis. 

„Lýðræði kostar og ef það á að banna okkur að safna styrkjum og samt á að gera auknar kröfur á okkur verður það auðvitað að koma einhvers staðar frá,“ sagði Ingvar. 

Hann segir þannig stjórnmálaflokka háða fjárveitingavaldi Alþingis með stóran hluta sinnar starfsemi.

„Í hinum fullkomna heimi eins og ég myndi teikna þetta upp myndi ég hafa hinsegin, það er ég myndi hafa þetta frjálsara en ég myndi gera þær kröfur að allt væri upp á borðum,“ sagði Ingvar. 

Freyja bendir á að alþjóðlegar stofnanir hafi mælt til þess að æskilegt væri að starfsemi stjórnmálaflokka væri sem minnst háð utanaðkomandi fjárframlögum þó að það kosti skattgreiðendur meira. 

Þætt­ir Dag­mála eru opn­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má horfa á þátt­inn í heild sinni hér. Kaupa má vikupassa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka