Yfir helmingur landsmanna telja spillingu vandamál

62% svarenda telja spillingu vera frekar mikið vandamál, eða mjög …
62% svarenda telja spillingu vera frekar mikið vandamál, eða mjög mikið vandamál. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Samkvæmt nýrri könnun MMR á afstöðu fólks til spillingu innan stjórnmála, þá telja 30% af þeim sem tóku afstöðu að spilling sé mjög mikið vandamál í stjórnmálum. Þar að auki svöruðu 32% að spilling innan stjórnmála væri frekar mikið vandamál. Könnunin var gerð fyrir Sósíalistaflokkinn.

Um 30% stjórnenda og æðstu embættismanna telja spillingu innan stjórnmála vera mjög mikið vandamál og 28% þar að auki telja spilling sé frekar mikið vandamál.

Um 43% af svarenda með heimilistekjur undir 400 þúsund á mánuði telja spillingu vera mjög mikið vandamál, en aðeins 28% af þeim sem eru með yfir milljón á mánuði í heimilistekjur.

Kjósendur Pírata telja spillingu mikið vandamál

Um 41% svarenda sem höfðu aðeins lokið grunnskólamenntun telja spillingu mjög mikið vandamál, miðað við 21% af háskólamenntuðu fólki.

Um 22% svarenda sem hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn telja spillingu innan stjórnmála, frekar mikið vandamál eða mikið vandamál, miðað við 92% kjósenda Sósíalistaflokksins og 94% kjósenda Pírata. 62% svarenda telja spillingu vera frekar mikið vandamál, eða mjög mikið vandamál.

Fjöldi þátttakenda í könnuninni var 957 og þar af tóku 908 afstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert