Fylgi framboða í járnum

Sjálf­stæðis­flokk­ur er sem fyrr með lang­mest fylgi flokka, 24,9%, Fram­sókn­ar­flokk­ur næst­stærst­ur með 13,3%, þá Sam­fylk­ing með 12,1 og Vinstri græn með 10,8%. Aðrir flokk­ar eru all­ir með inn­an við 10% fylgi.

Graf/​mbl.is

Ný skoðana­könn­un sem MMR gerði í sam­starfi við Morg­un­blaðið og mbl.is sýn­ir óveru­leg­ar breyt­ing­ar á fylgi þeirra stjórn­mála­flokka, sem kynnt hafa fram­boðslista í öll­um kjör­dæm­um. Enn sem fyrr er út­lit fyr­ir að níu flokk­ar nái mönn­um inn á þing í kosn­ing­un­um, sem fram fara eft­ir tæp­ar þrjár vik­ur, hinn 25. sept­em­ber.

Meðal helstu strauma, sem greina má, er að Pírat­ar halda áfram að tapa fylgi og eru komn­ir niður í 9,8%, sem er litlu meira en kjör­fylgi þeirra 2017. Þá miss­ir Viðreisn nokkuð fylgi frá fyrri könn­un, en er enn tölu­vert ofan við kjör­fylgið 2017.

Graf/​mbl.is

Fram­sókn, Sjálf­stæðis­flokk­ur, Miðflokk­ur og Sam­fylk­ing bæta ögn við sig, en Vinstri græn standa í stað.

Sósí­al­ist­ar hljóta 8,1%, sem er minna en síðast og í takt við aðrar kann­an­ir. Flokk­ur fólks­ins fer úr 5,1% í 4,5% og nær aðeins tveim­ur mönn­um inn sam­kvæmt því.

Vegna þess hve marg­ir flokk­ar eru í fram­boði og hve mjótt er á mun­um geta smá­vægi­leg­ustu fylg­is­breyt­ing­ar hins veg­ar haft tölu­verðar af­leiðing­ar, bæði á fjölda þing­manna og í hvaða kjör­dæm­um at­kvæðin nýt­ast flokk­un­um.

Sam­kvæmt könn­un MMR hreyf­ist fylgið sára­lítið, en helst eru það Pírat­ar og Viðreisn sem dala milli kann­ana. Aft­ur á móti sækja Fram­sókn, Sjálf­stæðis­flokk­ur og Miðflokk­ur lít­il­lega í sig veðrið og hið sama má segja um Sam­fylk­ingu. Hins veg­ar hreyf­ast Vinstri græn varla í fylgi og miðað við þessa og aðrar kann­an­ir virðist Sósí­al­ista­flokk­ur­inn vera að reka sig í
þak.

Hins veg­ar get­ur verið fróðlegt að taka sam­an töl­ur borg­ar­legu flokk­anna (B, C, D og M) ann­ars veg­ar og vinstri­flokk­anna (J, P, S og V) hins veg­ar. Þá kem­ur á dag­inn að fylgi borg­ara­legu flokk­anna fer úr 3,1% í 53,2% milli kann­ana, en fylgi vinstri­flokk­anna úr 40,7% í 40,8%. Ekki gat það nú minna verið.

Út frá þess­um niður­stöðum í ein­stök­um kjör­dæm­um má reikna út hverj­ir hreppa þing­sæti ef miðað er við sömu kjör­sókn í kjör­dæmun­um og 2017. Vert er þó að und­ir­strika að sá út­reikn­ing­ur er ekki áreiðan­leg­ur, að baki töl­um flokka í ein­stök­um kjör­dæma eru oft afar fá svör.

Miðað við þá nær Flokk­ur fólks­ins aðeins tveim­ur kjör­dæma­kjörn­um mönn­um inn, Lilja Al­freðsdótt­ir vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins er úti og flokks­leiðtog­arn­ir Gunn­ar Smári Eg­ils­son og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son merja það inn í jöfn­un­ar­sæt­um.

Eins og sjá má af gröf­um um fylg­isþróun hvers flokks fyr­ir sig hér að ofan er erfitt að greina ein­dregna hneigð hjá nokkr­um flokki og velflest­ir raun­ar í grennd við miðgildi fylg­is síns á þessu ári.

At­hygli vek­ur að rík­is­stjórn­in nýt­ur nú stuðnings minni­hluta svar­enda eða 47,7% þeirra. Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna nem­ur hins veg­ar 49%. Á kjör­tíma­bil­inu hef­ur fylgi þeirra oft verið inn­an við helm­ing­ur, en rík­is­stjórn­in oft­ast notið meiri­hlutastuðnings.

Könn­un­in var gerð dag­ana 31. ág­úst til 3. sept­em­ber og var leitað álits 957 manna, en 818 tóku af­stöðu til fram­boðanna, tæp 86%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert