Lækka þarf skatta frekar

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þau hætta aldrei að láta sér detta í hug nýja skatta. Nú koma þau aftur með auðlegðarskattinn sem þau sögðu að væri tímabundinn á sínum tíma og við létum renna út en þau komu þá og sögðu: við skulum endilega framlengja hann. Nú eru þau aftur mætt með hann. Þau segja að hann muni skila 15 milljörðum.“ 

Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í Dagmálum. Segir hann tekjurnar af skattinum verða í besta falli helmingur af því sem boðað er.

„Þetta eru óraunhæfar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að taka fjármagn sem er í vinnu við að byggja upp landið og skapa störf og senda það inn í ríkissjóð þar sem þetta fólk ætlar að standa og deila út réttlætinu. Þau eru bara í millifærslum á kostnað skattgreiðenda.“

Segir Bjarni að nær væri að lækka skatta. Það myndi auka samkeppnishæfni fyrirtækja og auka verðmætasköpun öllum landsmönnum til handa. 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert