Hvernig verður kosningaveðrið?

Það eru kosningar í dag.
Það eru kosningar í dag. mbl.is/Hari

Í dag spá­ir all­hvassri eða hvassri norðaustanátt á norðvest­an­verðu land­inu og með suðaust­ur­strönd­inni, en ann­ars hæg­ari vind­ur. Það er ekki mikla úr­komu að sjá í kort­un­um, rign­ing með köfl­um um landið sunn­an­vert og stöku skúr­ir eða slydduél með norður­strönd­inni, að því er fram kem­ur í hug­leiðing­um veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands.

Frost­marks­lín­an ligg­ur ekki hátt svo hætta er á slyddu eða snjó­komu á fjall­veg­um með versn­andi færð, einkum um norðan­vert landið. Und­ir kvöld byrj­ar síðan að rigna um landið A-vert, en stefn­ir jafn­vel í þurr­an dag á Faxa­flóa­svæðinu, seg­ir jafn­framt. 

Á morg­un stefn­ir í áber­andi verra veður á Vest­fjörðum en ann­ars staðar á land­inu. Það geng­ur í norðaust­an­storm þar, en dreg­ur úr vindi ann­ars staðar þegar líður á dag­inn. Einnig bæt­ir í úr­komu um allt land þar sem úr­kom­an verður á formi slyddu og snjó­komu á fjall­veg­um. Einna mest verður úr­kom­an á norðan­verðu land­inu, þar á meðal á Vest­fjörðum. Fólk er beðið um að fylgj­ast vel með veður­spám þar sem beyt­ing­ar gætu orðið þegar nær dreg­ur að sögn Veður­stofu Íslands. 

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka