Logi Sigurðarson
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greiddi sitt atkvæði í Verkmenntaskólanum á Akureyri í morgun. Logi kaus einnig í gær utan kjörfundar til öryggis en þar sem hann er staddur á Akureyri ákvað hann að kjósa aftur í dag.
„Dagurinn leggst ágætlega í mig, það er gott að það skuli vera betra veður en ráðgert var fyrr í vikunni. Það skilar sér vonandi í góðri kjörsókn.
Ég heyri að það er mikil eftirvænting hjá fólki, margir óvissir fram á síðustu stundu þannig að það geta orðið óvænt úrslit,“ segir Logi í samtali við blaðamann.
Logi telur kostina skýra.
„Það er val með áframhaldandi stjórn með Sjálfstæðisflokknum um íhaldssemi og kyrrstöðu eða stjórn með okkur jafnaðarmönnum um réttlæti og jöfnuð.“
Logi segist vera bjartsýnn fyrir kvöldinu og býst frekar við því að fylgi flokksins verði meira en í skoðanakönnunum.