Skiptir máli að mæta á kjörstað

„Það skiptir miklu máli að mæta á kjörstað og skila …
„Það skiptir miklu máli að mæta á kjörstað og skila sínu.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hall­dóra Mo­gensen, þing­flokksmaður Pírata, greiddi sitt at­kvæði í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í morg­un. Hall­dóra seg­ist vera já­kvæð og spennt fyr­ir deg­in­um. 

„Nú gefst okk­ur tæki­færi til að breyta sam­fé­lag­inu þannig við get­um bet­ur tek­ist á við þess­ar helstu áskor­an­ir sam­tím­ans. Við get­um ekki leng­ur staðið vörð um óbreytt kerfi þegar all­ur heim­ur­inn er að taka svona gríðarleg­um breyt­ing­um,“ seg­ir Hall­dóra í sam­tali við blaðamann. 

Hall­dóra hvet­ur alla til þess að kjósa, og sér­stak­lega ungt fólk. Hún bæt­ir við að kosn­inga­bar­átt­an hafi verið ofboðslega skemmti­leg og hef­ur trú á því að skila­boð flokks­ins hafi náð til kjós­enda. 

„Það skipt­ir miklu máli að mæta á kjörstað og skila sínu.“

Halldóra Mogensen greiddi sitt atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hall­dóra Mo­gensen greiddi sitt at­kvæði í Ráðhúsi Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert