Konur ekki lengur í meirihluta eftir endurtalningu

Endurtalningin og endurröðun jöfnunarmanna samhliða því hafði meðal annars áhrif …
Endurtalningin og endurröðun jöfnunarmanna samhliða því hafði meðal annars áhrif á þessa frambjóðendur. Guðbrandur Einarsson (C) kemur inn í Suðurkjördæmi meðan Guðmundur Gunnarsson samflokksmaður hans í Norðvesturkjördæmi dettur út. Karl Gauti (M) dettur út í Suðvesturkjördæmi, Jóhann Páll Jóhannsson (S) kemur inn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Lenyu Rún Taha Karim (P) og Hólmfríður Árnadóttir (V) dettur út í Suðurkjördæmi. Samsett mynd

Talsverð uppstokkun varð á því hvaða uppbótarþingmenn komast á þing eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Engin breyting verður á heildarfjölda þingsæta hvers flokks, en breytingar verða á þingmönnum í öllum kjördæmum nema í Norðausturkjördæmi.

Samtals veldur þessi breyting því að þrjár konur fara út af þingi og í staðin fyrir þær koma karlar. Þar með verða 30 konur á þingi og 33 karlmenn.

Eftirtaldar eru breytingarnar eftir endurtalninguna:

Reykjavíkurkjördæmi norður:

Jóhann Páll Jóhannsson (S) kemur inn en Lenya Rún Taha Karim (P) er úti.

Andrés Ingi Jónsson (P) verður áfram inni.

Reykjavíkurkjördæmi suður:

Orri Páll Jóhannsson (V) kemur inn fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur (S).

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir (P) helst inni.

Suðvesturkjördæmi:

Gísli Rafn Ólafsson (P) kemur inn fyrir Karl Gauta Hjaltason (M).

Sigmar Guðmundsson (C) helst inni

Norðvesturkjördæmi:

Bergþór Ólason (M) kemur inn fyrir Guðmund Gunnarsson (C).

Norðausturkjördæmi:

Óbreytt. Jódís Skúladóttir (V) helst inni.

Suðurkjördæmi:

Guðbrandur Einarsson (C) kemur inn fyrir Hólmfríður Árnadóttir (V).

Miklar breytingar verða samkvæmt nýjustu tölum.
Miklar breytingar verða samkvæmt nýjustu tölum. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert