„Sjáum hvernig nóttin brosir við okkur“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í kosningasjónvarpi Stöðvar 2.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Sæ­land var upp­full af þakk­læti og gleði þegar mbl.is náði tali af henni í þann mund sem töl­ur úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður birt­ust en flokk­ur­inn hef­ur bætt við sig veru­legu fylgi utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Það eru mikl­ar gleðifrétt­ir, ég er al­veg ofboðslega þakk­lát fyr­ir allt þetta traust sem er verið að sýna mér og Flokki fólks­ins. Það er bara al­veg dá­sam­legt.“

Hvað held­ur þú að skýri þetta aukna fylgi?

„Ég tel að fólk sjái að í okk­ur býr þessi von, þessi bar­átta um að út­rýma fá­tækt, við erum sönn í því sem við erum að segja og við mein­um hvert ein­asta orð. Ég skynja það bara að fólk veit að við leggj­um hjartað í það sem við erum að gera.“

Hún seg­ir erfitt að spá fyr­ir um framtíðina að svo stöddu: „Við erum enn þá að sjá fyrstu töl­ur, eig­um við ekki að sjá hvernig nótt­in bros­ir við okk­ur.“

Flokk­ur fólks­ins held­ur kosn­inga­vöku í Grafar­vogi en Inga seg­ist ætla að fylgj­ast grannt með töl­un­um þar langt fram á nótt: „Eins og staðan er núna erum við bara ofboðslega þakk­lát og full af bar­áttu­anda og mik­illi gleði.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert