Virðist sem Framsókn hafi étið Miðflokkinn

Miðflokkurinn tapaði fjórum þingmannasætum frá sér í þessum kosningum en …
Miðflokkurinn tapaði fjórum þingmannasætum frá sér í þessum kosningum en Framsókn bætti við sig fimm. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er freist­andi að segja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi étið Miðflokk­inn sem klofn­ings­flokk,“ seg­ir Vikt­or Orri Val­g­arðsson, doktor í stjórn­mála­fræði.

Hann ber þó fyr­ir sig þann fyr­ir­vara að ekki liggi fyr­ir upp­lýs­ing­ar um und­ir­liggj­andi hreyf­ing­ar kjós­enda.

Vinstri græn misstu þrjá þing­menn en Flokk­ur fólks­ins bætti við sig þrem­ur þing­mönn­um á móti. Vikt­or tel­ur að hóp­ur eldra fólks og ör­yrkja sem áður kusu Vinstri græn, kjósi nú Flokk fólks­ins. 

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn náði ekki manni á þing, þrátt fyr­ir að kann­an­ir hafi spáð þeim hag­felld­ari kosn­ingu. Vikt­or tel­ur að til­koma Sósí­al­ista­flokks­ins gæti skýrt hvers vegna Pírat­ar og Sam­fylk­ing­in náðu ekki betri ár­angri en raun ber vitni. Þau fjög­ur pró­sent sem sósí­al­ist­ar fengu hefðu lík­lega runnið til hinna flokk­anna.

Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði
Vikt­or Orri Val­g­arðsson, doktor í stjórn­mála­fræði Ljós­mynd/​Pírat­ar

Vel heppnuð kosn­inga­bar­átta Fram­sókn­ar­flokks­ins

Stærstu tíðindi kosn­ing­anna eru að hans mati sig­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem bætti við sig fimm þing­mönn­um frá síðasta kjör­tíma­bili. 

Hann tel­ur að þótt kosn­inga­bar­átta Fram­sókn­ar hafi virst ögn metnaðarlaus þá hafi hún ef til vill hitt nagl­ann á höfuðið fyr­ir þess­ar kosn­ing­ar.

Þá hafa vin­sæld­ir Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar og Lilju Al­freðsdótt­ur, í sín­um ráðuneyt­um, haft mikið að segja en Fram­sókn bætti tölu­vert við sig meðal há­skóla­menntaðra kjós­enda.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur reglulega lýst yfir ánægju …
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur reglu­lega lýst yfir ánægju sinni með slag­orð flokks­ins: „Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn?“ Krist­inn Magnús­son

Ánægju­fylgið runnið til Fram­sókn­ar

„Fylgi flokk­anna hef­ur verið stöðugt í könn­un­um og lít­il hreyf­ing á helstu flokk­un­um. Svo varð út­lit fyr­ir vinstri sveiflu og kröfu um breyt­ing­ar, en hún virðist hafa gengið til baka á allra síðustu dög­um.“

Vikt­or bend­ir á að stór hluti kjós­enda geri ekki upp hug sinn fyrr en viku fyr­ir, eða jafn­vel á kjör­degi. Þessi hóp­ur virðist hafa farið frek­ar til Fram­sókn­ar en til stjórn­ar­and­stöðunn­ar eða Sósí­al­ista­flokks­ins. 

Rík­is­stjórn­in græddi á því hvernig þau meðhöndluðu far­ald­ur­inn, að mati Vikt­ors, og ánægju­fylgið virðist hafa runnið að mestu til Fram­sókn­ar. Fólk sem er sátt við stjórn­ina eins og hún er en vildi síður kjósa Sjálf­stæðis­lokk­inn eða Vinstri græn, kaus þá Fram­sókn.

Ríkisstjórnin græddi á því hvernig þau meðhöndluðu faraldurinn, að mati …
Rík­is­stjórn­in græddi á því hvernig þau meðhöndluðu far­ald­ur­inn, að mati Vikt­ors.

Ekki sjálf­gefið að rík­is­stjórn­in haldi

Vikt­or seg­ir að það verði áhuga­vert að fylgj­ast með því hvort Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn halli sér frek­ar til hægri eða vinstri í fram­hald­inu. Hann set­ur stórt spurn­inga­merki við það hvort flokk­ur­inn sætti sig við það að Katrín Jak­obs­dótt­ir, haldi áfram sem for­sæt­is­ráðherra. 

„Ef Fram­sókn er að hugsa um ímynd sína, gæti verið að þau vilji fara í vinstri stjórn, en það gæti orðið þeim dýr­keypt,“ seg­ir Vikt­or og nefn­ir sem dæmi að pírat­ar myndu krefjast nýrr­ar stjórn­ar­skrár, og að Viðreisn myndi krefjast end­ur­skoðunar á kvóta­kerf­inu. 

„Það er ekki sjálf­gefið að þau nái sam­an með sömu rík­is­stjórn þótt þau ætli sér að funda.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert