Áskilja sér nokkra daga

Bjarni Benediktsson eftir fund með Katrínu og Sigurði Inga.
Bjarni Benediktsson eftir fund með Katrínu og Sigurði Inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks og fjár­málaráðherra, seg­ir að „breiðu lín­urn­ar fyr­ir næsta kjör­tíma­bil“ hafi verið til umræðu á fundi sín­um með Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks, og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri grænna.

Fundi þeirra lauk nú rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur, en Bjarni tjáði fjöl­miðlum að hon­um lokn­um að hann gerði ráð fyr­ir að nokkra fundi til viðbót­ar þyrfti til að ræða þessi mál.

Ráðherra­stól­ar ólík­lega óbreytt­ir

Hann kvaðst telja ólík­legt að ráðherra­stól­ar yrðu óbreytt­ir eft­ir kosn­ing­arn­ar.

Fram­sókn­ar­flokk­ur bætti í þeim við sig fimm þing­sæt­um á meðan Sjálf­stæðis­flokk­ur stóð í stað og Vinstri græn töpuðu einu.

„En við skul­um bara sjá til,“ bætti hann við.

Næstu fjög­ur ár

Spurður af blaðamanni Vís­is hve lang­an tíma hann telji þetta munu taka, svaraði Bjarni að þau yrðu að áskilja sér nokkra daga.

„Við erum að tala um hvað eigi að ger­ast næstu fjög­ur árin og við þurf­um þess vegna nokkra daga til þess að teikna upp þess­ar breiðu lín­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert